Ferðin á tunglið er fyrir þá sem vilja meira
Pantað núna þú munt ekki sjá eftir því!




Um ferðina:
Í Ferðinni á tunglið förum við með þig út á Reykjanestá, þar sem margt er að sjá. Við munum aka meðfram Húsafjalli, Hagafelli og Þorbirni og þaðan um Eldvörpin, sem er frábær leið sem fáir hafa farið. Á leiðinni munum við sjá mikið af eldgígum. Ferðinni er heitið að Gunnuhver. Eftir stutta viðdvöl þar munum við halda á svörtu ströndina sem kölluð er Sandvík. Þar kvikmyndaði Clint Eastwood hluta af mynd sinni „Flags of our Fathers“. Á ströndinni má sjá flekana á milli Evrópu og Norður-Ameríku rísa frá sjó.
Þetta er frábær ferð fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á náttúrunni og vilja skoða skemmtilega staði sem laða að margan ferðamanninn.
Ef þú ert að leita að ferð sem býður upp á meiri torfærur þá er bara að láta okkur vita og við sérsníðum ferðina fyrir þinn hóp.
Verð:
Verðið fer allt eftir því hvernig pakka þið eruð að leita að sendið okkur línu og við sendum ykkur verð í ykkar pakka.
Ekki Gleyma:
Koma með myndarvél til að ná skemmtuninni á filmu eða kort og gera ráð fyrir mat þá eru allir glaðir!
Ráð frá okkur:
Frábært er að byrja daginn á þessari afþreyingu og enda hann svo á því að baða sig í Bláa Lóninu og borða ljúffengan mat hjá veitingarstað Bláa Lónsinns Lava.







Tilboð
1
dagur
Allt árið
Stórir sem littlir hópar
1-70 í einni ferð með okkar hjól getum jafnvel fengið fleirri hjól fyrir þinn hóp hafðu samband, einnig hægt að bæta við afþreyingu og þá er hægt að taka stærri hópa.