top of page

Pakkar fyrir flipphausa

Pantað núna þú munt ekki sjá eftir því!
Um ferðina:
Væri ekki skemmtileg tilbreyting að skoða bæði hvað er fallegt á yfirborðinu, sem og undir því?! Skemmtileg tvenna þar sem hópurinn fer í eina af okkar skemmtilegu fjórhjólaferðum og svo í hellaskoðun.
Hellaskoðun í boði:
Dollan er hraunhellir í aðeins fimm mínútna akstursfjarlægð frá aðstöðu okkar og Bláa lóninu. Hún er auðveld og þægileg og hentar því fyrir flesta. Í Dollunni höfum við verið að bjóða upp á Hellabar, þar sem allir fá bjór og skot ofan í hellinum á meðan leiðsögumaðurinn segir aðeins frá. Oft verða skemmtilegar umræður á þessari stund hjá hópnum og þetta er því frábært hópefli. Allt að 60 manns í einu eða 120 manns ef skipt er í tvo hópa.
Leiðarendi er lengri hraunhellir og hentar því ekki öllum en það er mikil upplifun að skoða hann. Flott er að byrja á honum, koma svo til okkar í fjórhjólaferð og jafnvel enda í Bláa lóninu til þess að slaka á eftir skemmtilegan dag.

 

Verð:

Verðið fer allt eftir því hvernig pakka þið eruð að leita að sendið okkur línu og við sendum ykkur verð í ykkar pakka.

 

Ekki Gleyma:

Koma með myndarvél til að ná skemmtuninni á filmu eða kort og gera ráð fyrir mat þá eru allir glaðir!

 

Ráð frá okkur:

Frábært er að byrja daginn á þessari afþreyingu og enda hann svo á því að baða sig í Bláa Lóninu og borða ljúffengan mat hjá veitingarstað Bláa Lónsinns Lava.

Tilboð

1
dagur
Allt árið
Stórir sem littlir hópar

2-180 manns eftir hvernig við skiptum hópnum hafið samband og við finnum lausn fyrir þinn hóp jefnvel þótt þið séuð fleirri en 180 manns.

  • Google+ Basic Black
  • Twitter Basic Black
  • Facebook Basic Black
bottom of page