Um okkur
Reyndasta fjórhjólaleiga á íslandi.




Fjórhjólaævintýri ehf er fjölskyldu fyrirtæki með mikla reynslu.
Ferðir frá 2007
Fjórhjólaævintýri er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað af Sigurði Óla Hilmarsyni og tveimur sonum hans þeim Jakobi Sigurðsyni og Kjartani Sigurðsyni þeir kappkosta að bjóða upp á persónulega þjónustu og sjá um daglegan rekstur fyrirtækisinni ásamt þremur öðrum leiðsögumönnum þeim Jónasi, Andra og Ísaki.
Fjórhjólin
Fjórhjólaleigan Fjórhjólaævintýri ehf. rekur 35 fjórhjól frá Can Am. Við erum með einn yngsta flotann á Íslandi nýjustu tækin voru að koma núna 2015 Þau koma öll tveggja manna frá framleiðanda og því er nóg pláss, bæði fyrir ökumann og farþega og einnig skemmtilegri í akstri þrátt heldur en eins manna hjóli.
Öll fjórhjólin okkar eru sjálfskipt og auðveld í akstri. Það þarf því ekki að nota kúplingu og gíra, heldur aðeins að setja í háa drifið og aka af stað. Fjórhjólin okkar henta því öllum, bæði byrjendum og lengra komnum.
Buggy fjórhjólabílar
Við erum með þrjá fjórhjólabíla af gerðinni Polaris sem eru fremstir í framleiðslu fjórhjólabíla, við erum með tvo bíla sem eru 4ra manna og einir sinnar tegundar á Íslandi og svo erum við með einn sem er tveggja manna, Það er frábært að hafa hann með þegar um stóra hópa er að ræða, því þá getur fólk sem ekki vill fara á fjórhjólin sest upp í buggy bílinn og notið náttúrunnar með þeim sem vilja prufa fjórhjólin.
Buggy bílinn er sjálfskiptur eins og fjórhjólin og með rafmagnsstýri og því mjög auðvelt að stjórna þeim.